From 1 - 10 / 39
  • Categories  

    Nú hafa Landmælingar Íslands útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.

  • Categories  

    Í desember 2011 var ný geóíða reiknuð fyrir Ísland í samstarfi við DTU Space í Danmörku. Megin tilgangur þessara útreikninga var að reikna nýja og nákvæmari geóíðu af Íslandi og tengja hana við Landshæðarkerfi Íslands ISH2004. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landmælinga Íslands, nánar tiltekið hér: https://www.lmi.is/is/maelingar/grunnkerfi/geoida

  • Categories  

    Average near-East crustal velocities between summer 2015 and summer 2018. These velocities indicate velocities in the East direction. However, they could be slightly influence by velocities along the North and Up directions and are therefore called near-East. Near-East velocities were derived by decomposing the line-of-sight velocities of six Sentinel-1 interferometric time-series covering Iceland. These time-series used a single master approach and Sentinel-1 images from the following summers (mid-June to end of September): 2015, 2016, 2017, and 2018. The near-East velocity grid has a 50 m resolution.

  • Categories  

    Average near-Up crustal velocities between summer 2015 and summer 2018. These velocities indicate velocities in the Up direction. However, they could be slightly influence by velocities along the East and North directions and are therefore called near-Up. Near-Up velocities were derived by decomposing the line-of-sight velocities of six Sentinel-1 interferometric time-series covering Iceland. These time-series used a single master approach and Sentinel-1 images from the following summers (mid-June to end of September): 2015, 2016, 2017, and 2018. The near-Up velocity grid has a 50 m resolution.

  • Categories  

    Landmælingar Íslands hafa unnið nýtt landhæðarlíkan af Íslandi. Um uppfærslu á eldra líkani er að ræða þar sem nýleg gögn af ólíkum uppruna þekja um 39.100 km2 eða um 38% landsins. Stærsta samfellda uppfærslan nær frá Suðurlandi til norðausturs, austur fyrir Egilsstaðir.Hæðarlíkanið hefur 10 x 10 m myndeiningar. Helsu nýleg gögn eru (sjá staðsetningu á meðfylgjandi smámynd hér fyrir neðan): 1) IPY-Lidargögn fyrir jökla landsins frá árunum 2007-2012, 15144 km2, LE90: 2,65 m. 2) Gögn úr 5-m-hæðarlínum, 10736 km2, LE90: 3,9 m. 3) Emisar radargögn, 4536 km2, LE90: 3,2 m. 4) Gögn úr 10-m-hæðarlínum, 2938 km2, LE90: 8,48 m, 5) SwedeSurvey photogrammetry gögn, 1433 km2, LE90: 2,60 m, 6) Gögn úr mælikvarða 1:25.000, 1152 km2, LE90: 3,8 m, 7) Bresk lidargögn (Dr. Susan Conway, Open University), 532 km2, LE90: 0,96-4,63 m. Líkaninu fylgir hæðarskygging, þ.e. upphleypt mynd af landinu en slíkar myndir eru gjarnan notaðar sem undirlag til að draga fram eða leggja áherslu á landslag. The National Land Survey of Iceland has made a new DTM of Iceland. The DTM is an upgrade of an earlier DTM where recent data, that vary in origin, cover 39.100 km2 or some 38% of the country. The DEM has pixel resolution of 10 x 10 m with. The main recent data are (see location on figure below): 1) IPY-lidar data for the glaciers of Iceland (surveyed in the years 2007 to 2012), 15144 km2, LE90: 2,65 m. 2) Data from 5-m-contour lines, 10736 km2, LE90: 3,9 m. 3) Emisar radar data, 4536 km2, LE90: 3,2 m. 4) Data from 10-m-contour lines, 2938 km2, LE90: 8,48 m, 5) SwedeSurvey photogrammetic data, 1433 km2, LE90: 2,60 m, 6) 1:25.000 contour data, 1152 km2, LE90: 3,8 m, 7) British lidar data (courtesy of Dr. Susan Conway, Open University), 532 km2, LE90: 0,96-4.63 m.The DTM is accompanied by a hillshade or a relief image of Iceland. Hillshade images are commonly used as a layer beneath maps or data to emphasize landscape.

  • Categories  

    Vefþjónn fyrir landfræðileg gögn Landmælinga Íslands. Hér eru nýjustu útgáfur gagna Landmælinga Íslands aðgengilegar. Vefþjónnin er byggður á opnum staðli OGC og hægt er að nálgast gögnin á vefþjóninum í gegnum ýmsar tegundir þjónusta, s.s. WFS, WMS, WMTS.

  • Categories  

    Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn. Niðurstöður voru kynntar vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember 2017. Með lýsigögnunum fylgja hnitalistar þeirra mælistöðva sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunnin fyrir nýja viðmiðun ISN2016. Hnitin eru birt sem jarðmiðjuhnit, baughnit með hæð yfir sporvölu GRS80 og hornsönn keiluhnit Lamberts með hæð yfir GRS80. Fengnir hafa verið EPSG númer fyrir ISN2016 (sjá einnig af töflu með EPSG sem fylgir lýsigögnunum): Nafn - EPSG númer - Tegund: Islands Net 2016 / ISN2016 EPSG::1187 Viðmiðun (Geodetic Datum) ISN2016 / Lambert 2016 EPSG::8088 Hnitakerfi í kortavörpun (ProjectedCRS) ISN2016 EPSG::8084 Jarðmiðjuhnit (GeodeticCRS (geocentric)) ISN2016 EPSG::8085 Baughnit með sporvöluhæð (GeodeticCRS (geographic 3D)) ISN2016 EPSG::8086 Baughnit (GeodeticCRS (geographic 2D)) Hægt er að hlaða niður Shape skrá sem inniheldur hnit mælistöðvanna auk annara upplýsinga. Einnig hafa verið gerð svokölluð vörpunarnet til þess að varpa úr ISN93 og ISN2004 yfir í ISN2016. Netin eru á svokölluðu NTv2 formi fyrir breytingar í legu og gtx formi fyrir breytingar í hæð. Unnið er nú að leiðbeiningum hvernig nota eigi þessi net í landupplýsingahugbúnaði, auk þess sem haft verður samband við hugbúnaðarframleiðendur um að koma þessum vörpunum inn í næstu hugbúnaðaruppfærslur. Vörpunarnetin með leiðbeiningum verða birt á heimasíðu Landmælinga Íslands og á niðurhalsþjónustu í byrjun næsta árs.

  • Categories  

    Strandlínulagið inniheldur bæði línu- og flákalag og er strandlína landsins sýnd auk eyja og skerja.Í fitjuklasanum is50v_strandlina_linur er strandlína landsins, eyja og skerja sýnd. Hægt er að sjá hvort línan tilheyrir eyjum eða skerjum. Í laginu is50v_strandlina_flakar er strandlína landsins, eyja og skerjar sýnd.

  • Categories  

    Notagildi: Reitakerfi eru nauðsynlegt til að birta upplýsingar sem af einhverjum ástæðum er ekki hægt að birta stakar s.s. vegna persónuverndar, umfangs verkefnis eða nákvæmni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Reitakerfi Íslands er með mismunandi reitastærðum til að mæta mismunandi þörfum notenda við upplýsingamiðlun. Mælt er með notkun reitakerfisins m.a. þegar verið er að bera gögn saman milli stofnana. Reitakerfið er byggt á Lambert Azimuthal Equal Area vörpun sem tryggir að allir reitir sé jafn stórir. En það er helsta skilyrði þess að reitakerfið sé Inspire tækt. Viðmiðun er ISN 2004 Ef reitakerfið er notað í einhverjum af ISN Lambert vörpunum er það ferhyrnt. Orðskýringar: Heildarkerfið er nefnt reitakerfi. Hvert lag í því er nefnt net. Einingar í netinu eru nefndar reitir. Heiti reitana: Hver reitur hefur nafn sem er einkvæmt og er m.a. byggt upp á stærðareiningunni. 1km 10km og 100m skrárnar ná yfir strandlínu og eyjar landsins en 100km skráin nær yfir alla efnahagslögsöguna. grid_100k grid_50k grid_25k grid_10k grid_5k grid_2_5k grid_1k grid_500m grid_250m grid_100m Frekari tækniupplýsingar er að finna hér https://inspire.ec.europa.eu/id/document/tg/gg

  • Categories  

    ELF Geographical Names (GN) Iceland is one of 12 themes in the European Location Project (ELF). The purpose of ELF is to create harmonised cross-border, cross-theme and cross-resolution pan-European reference data from national contributions. The goal is to provide INSPIRE-compliant data for Europe. A description of the ELF (European Location Project) is here: http://www.elfproject.eu/content/overview Encoding: INSPIRE version 4